spot_img
HomeFréttirStólarnir með yfirburða kosningu

Stólarnir með yfirburða kosningu

Tindastóll vinnur 1. deildina á komandi tímabili ef marka má niðurstöðu könnunar hér á Karfan.is sem staðið hefur í nokkra daga. Spurt var hvaða lið lesendur teldu sigurstranglegast í 1. deild karla um þessar mundir og hlutu Tindastólsmenn 50,18% atkvæða.
 
Rétt rúmlega 800 manns tóku þátt í könnuninni og höfnuðu Fjölnismenn í 2. sæti, langt á eftir Tindastólsmönnum en Fjölnir fékk 16,81% atkvæða.
 
Atkvæðin skiptust svo
 
Tindastóll – 50,18%
Fjölnir – 16,81%
Vængir Júpíters – 7,62%
Breiðablik – 5,08%
FSu – 4,59%
Þór Akureyri – 4,11%
Hamar – 3,02%
ÍA – 3,02%
Höttur – 2,90%
Augnablik – 2,67%
 
Mynd/ Darrell Flake leikur með Tindastól í vetur en Flake og félögum er spáð öruggum sigri í 1. deildinni.
  
Fréttir
- Auglýsing -