spot_img
HomeFréttirStólarnir lögðu Val í æsispennandi fjórða leik úrslita - Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn...

Stólarnir lögðu Val í æsispennandi fjórða leik úrslita – Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn komandi miðvikudag

Valur lagði Tindastól í kvöld í fjórða leik úrslita Subway deildar karla eftir framlengdan leik, 97-95. Með sigrinum knýja Stólarnir fram oddaleik um titilinn, sem fer fram komandi miðvikudag 18. maí kl. 20:15 í Origo Höllinni.

Gangur leiks

Það var mikil harka í leiknum frá fyrstu mínútu, menn voru með kjaft og það bara bætti stemniguna í húsinu. Fyrir heimamen voru Taiwo Badmus og Sigtryggur Arnar algjörlega frábærir á meðan fyrir gestina átti Kristófer Acox flottan fyrsta leikhluta sem var kannski ekki hægt að seigja fyrir hina leikina í seríunni. Fyrsti leikhlutin var frekar jafn en tölur að honum loknum voru 29 – 28.

Valsarar fóru mun betur af stað í öðrum leikhluta, Stólarnir gátu ekki keypt sér körfu á meðan Valsarar voru með gott boltaflæði í sókninni og voru að setja skotin sín. Síðan þegar það var langt liði á leikhlutan byrjuðu Stólarninr að líta betur út sóknarlega, þeir gerðu frábærlega að komast yfir fyrir hálfleik og voru hálfleikstölur 49 – 48.

Vals menn voru sterkari í 3 leikhluta, Stólarnir voru með frekar marga tapaða bolta í þessum leikhluta og eiga Vals menn hrós skilið fyrir að hafa spilað mjög góða vörn í þessum leikhluta, tölur í lok þriðja leikhluta voru 61 – 67.

Í fjórða leikhluta var spennan svakaleg, manni fannst orkan svoldið vera þannig að Stólarnir gátu ekki tapað. Stólarnir náðu þessu í 3 stiga foryrstu og þurftu síðan bara eitt stopp, þá brýtur Javon Bess óíþróttmanslega á Callum Lawson sem klúðrar síðan báðum vítum, en Valsmenn fá séns til að jafna þegar Jacob Calloway skýtur erfiðum þrist sem hann setur, Stólar taka leikhlé þegar það eru 3 sekúndur eftir og finna þeir Pétur Rúnar í opnum þrist sem hann klúðrar sem þýddi að leikurinn var á leiðinni í framlengingu, 83 – 83.

Framlenginginn var einnig æsi spenandi, þetta snerist rosa mikið um vítaskot en Kári setti tvo mjög mikilvæg þegar 10 sekúndur voru eftir til að koma Valsörum yfir með 3. En síðan hittir Javon Bess rosalegum þrist til að jafna leikinn, síðan taka Valsarar leikhlé þegar 7 sekúndur voru eftir. Þá ströggla þeir við að koma boltanum inn og Pétur stelur honum og skorar úr layupi til að tryggja sigurinn.

Atkvæðamestir

Stólarnir fengu frábært sóknaframlag frá nokkrum í kvöld, m.a Taiwo Badmus sem skoraði 31 stig í kvöld, Javon Bess sem skoraði 26 stig og tók 8 fráköst og síðan fengu þeir einnig flott framlag frá Sigtryggi Arnari sem skoraði 19 stig í kvöld. Pétur Rúnar skoraði ekki mikið í kvöld en hann stal þremur boltum og einn þeirra trygði Stólunum sigur.

Jacob Calloway var án efa besti leikmaður Valsarar, hann skoraði 27 stig og mörg af þeim komu undir lokin en það dugði bara ekki í dag. Kári Jónsson skoraði flott 22 stig í kvöld, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar en tapaði reyndar 6 boltum.

Kjarninn

Eins og Baldur sagði í viðtali eftir leik eru Stólanir að sýna frábæran karakter með því að vera vinna svona marga jafna leiki í þessari úrslitakeppni. Bæði lið spiluðu frábæra vörn í kvöld og var frábær steming sem myndaðist báðum megin útfrá stoppum, oddaleikurinn verður rosalegur og án efa verður hann jafn spenandi eins og leikurinn hér í kvöld.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt)

Viðtöl:

https://www.karfan.is/2022/05/petur-runar-eftir-ad-hann-tryggdi-stolunum-oddaleik-um-titilinn-nadi-sem-betur-fer-ad-klara-thetta/
https://www.karfan.is/2022/05/baldur-thor-eftir-otrulegan-sigur-tindastols-sagdi-theim-bara-ad-stela-boltanum-og-skora/
https://www.karfan.is/2022/05/taiwo-eftir-ad-stolarnir-tryggdu-ser-oddaleik-um-titilinn-anaegdur-ad-vid-maettum-varnarlega/
https://www.karfan.is/2022/05/kari-eftir-tapid-i-sikinu-faum-annan-sjens-a-midvikudaginn-verdum-ad-taka-hann/
https://www.karfan.is/2022/05/finnur-freyr-eftir-ad-valur-missti-fra-ser-taekifaerid-til-thess-ad-hampa-titlinum-i-kvold-svona-er-korfuboltinn/
Fréttir
- Auglýsing -