spot_img
HomeFréttirStoðsending yfir Atlantshafið á 20 ára afmælisdaginn

Stoðsending yfir Atlantshafið á 20 ára afmælisdaginn

Guðbjörg Sverrisdóttir varð tvítug í gær og fagnaði afmælinu með sigri á Fjölni í Domino´s deild kvenna þegar Valur mætti í Dalhúsin. Í hálfleik fékk hún afhentan forláta blómvönd frá iðkendum úr yngri kvennaflokkum Fjölnis en blómvöndurinn átti rætur sínar að rekja alla leið yfir Atlantshafið og til Slóvakíu.
 
,,Fjölskyldan hefur sem sagt mjög gaman af því að gera hvort annað vandræðaleg og fyrir framan sem flest fólk,” sagði Helena Sverrisdóttir systir Guðbjargar. Helena fékk Pálmar Ragnarsson í lið með sér og móður sína til þess að afhenda Guðbjörgu myndarlegan blómvönd í hálfleik og gott ef þeim tókst ekki að láta Guðbjörgu fara smá hjá sér.
 
Guðbjörg varð þó ekki vandræðalegri en það að hún setti 14 stig í leiknum, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
 
Til hamingju með 20 ára afmælið Guðbjörg.
  
Mynd/ Karl West
Fréttir
- Auglýsing -