spot_img
HomeFréttirStjörnustrákar meistarar þriðja árið í röð

Stjörnustrákar meistarar þriðja árið í röð

Um nýliðna helgi vann A lið Stjörnunnar Íslandsmeistaratitilinn í 8. flokki karla, en þetta er þriðja árið í röð þar sem þessi hópur vinnur titilinn. Stjörnudrengir unnu þrjá leiki úrslitamótsins örugglega, gegn Fjölni 62-45, gegn Stjörnunni B 56-24 og gegn KR 58-24. 

Heimalið Hrunamanna veittu Íslandsmeisturunum harða mótspyrnu. Leikurinn var jafn allan tímann og aldrei munaði meira en fjórum stigum á liðunum. Lokamínútan var æsispennandi, en Stjörnumenn höfðu náð að komast yfir þegar skammt var til leiksloka, 42-40. Misheppnuð sókn Hrunamanna skilaði boltanum í hendur leikmanns Stjörnunnar, sem brotið var á þegar rúmar 8 sekúndur lifðu leiks. Bæði vítin rötuðu rétta leið og fögnuðu Stjörnustrákar frábærum sigri á sterkum Hrunamönnum, en þessi leikur var sá fyrsti sem þeir töpuðu á þessari leiktíð.

Varnarleikur Stjörnumanna reyndist þéttur, sóknarleikurinn flæddi vel og liðsheild Garðabæjarpilta var til fyrirmyndar. Sigur drengjanna var því fyllilega verðskuldaður þegar upp var staðið.

Lið Fjölnis tók annað sætið eftir sigur á Hrunamönnum í háspennuleik 55-51, en áður höfðu þeir unnið KR og B lið Stjörnunnar
 

Fréttir
- Auglýsing -