spot_img
HomeFréttirStjörnunni spáð efsta sæti

Stjörnunni spáð efsta sæti

Formenn, þjálfarar og fyrirliðar Dominos deildar karla spá Stjörnunni efsta sæti í deildinni en spá vetrarins var kynnt nú í hádeginu.

 

Stjarnan er einungis einu stigi á undan KR sem er í öðru sæti. Þá er vesturlandsliðunum Snæfell og Skallagrím spáð falli nokkuð örugglega.

 

Spánna í heild má sjá hér að neðan:

 

1. Stjarnan 404 stig

2. KR 403 stig

3. Tindastóll 358 stig

4. Þór Þ. 282 stig

5. Njarðvík 251 stig

6. – 7. Haukar 223 stig

6. – 7. Þór Ak. 223 stig

8. Keflavík 205 stig

9. ÍR 168 stig

10. Grindavík 148 stig

11. Skallagrímur 96 stig

12. Snæfell 44 stig.

Fréttir
- Auglýsing -