spot_img
HomeFréttirStjörnumenn lögðu Njarðvík

Stjörnumenn lögðu Njarðvík

23:31

{mosimage} 

Í seinni leik kvöldsins í Reykjanes Cup Invitation lögðu lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni fyrrum félaga Teits úr Njarðvík, 98-93 en leikið var í Grindavík.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en það var í öðrum leikhluta sem Stjörnumenn náðu ágætri rispu sem dugði þeim í lokin. Justin Shouse var stigahæstur Stjörnumanna með 25 stig auk  þess sem hann gaf 7 stoðsendingar en næstur honum kom Jovan Zdravevski með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.

Jóhann Árni Ólafsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 25 stig og næstur honum kom Hjörtur Hrafn Einarsson með 15 stig og 7 fráköst.

Njarðvík hefur því unnið einn og tapað einum leik en Stjarnan mætir Keflavík  í Keflavík á morgun og ræðst þá lokastaða riðilsins líkt og í hinum riðli mótsins.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -