KKÍ hefur sett af stað kosningu á heimasíðu sinni þar sem notendur kki.is og aðdáendur íslensks körfubolta geta valið í byrjunarliðin tvö í Stjörnuleiknum sem fram fer 11. desember í Seljaskóla. Þú getur valið þá leikmenn sem þú vilt sjá byrja inn á vellinum úr leikmannahóp Iceland Express-deildarinnar. www.kki.is greinir frá.
Búið er að skipta liðunum í tvö lið, Höfuðborgarsvæðið gegn Landsbyggðinni, og leikmönnum á þrjá lista eftir því hvaða leikstöður þeir spila.
Lið Höfuðborgarsvæðisins skipa:
Fjölnir, Haukar, ÍR, KR og Stjarnan.
Lið Landsbyggðarinnar skipa:
Grindavík, Hamar, Keflavík, KFÍ, Njarðvík, Snæfell og Tindastóll.