15:00
{mosimage}
(Sovic með klassíska Evróputroðslu)
Á morgun verður sannkallaður Stjörnudagur þegar íslensku A-landslið karla og kvenna mæta bestu erlendu leikmönnum sem leika hér á landi ásamt nokkrum íslenskum leikmönnum. Klukkan 13:30 leikur kvennalandsliðið við úrvalslið Jóns Halldórs Eðvaldssonar.
Á milli leikja verður opnuð sala á landsliðsbúningunum sem eru mjög glæsilegir. Þeir eru á sérstöku tilboðsverði í kringum leikina. Treyjan á 3000 kr og Buxur á 3000 kr. Settið er selt á 5000 kr.
Klukkan 15:30 leikur karlalandsliðið við úrvalslið Benedikts Guðmundssonar. Í hálfleik á karlaleik verður Troðslukeppni þar sem er til mikils að vinna en ákveðið hefur verið að hafa 100.000 í verðlaun fyrir troðslukóng Stjörnudagsins.
Þeir sem hafa þegar skráð sig eru:
Jonathan Griffin – Grindavík
Cedric Isom – Þór Akureyri
BA Walker – Keflavík
Ólafur Ólafsson – Grindavík
Hörður Vilhjálmsson – Njarðvík
Tahirou Sani – ÍR
Everard Bartlett – Hetti
Það er enn hægt að skrá sig á [email protected]