spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan tryggði sig áfram í átta liða úrslit VÍS bikarkeppninnar

Stjarnan tryggði sig áfram í átta liða úrslit VÍS bikarkeppninnar

Stjarnan lagði Ármann fyrr í kvöld í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 75-68.

Heimakonur í Stjörnunni leiddu leikinn frá upphafi til enda. Snemma í fyrri hálfleiknum komast ná þær að byggja sér upp smá mun, leiða með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 21-14 og 10 stigum í hálfleik, 40-30.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Ármann vel í að missa heimakonur ekki lengra frá sér, en eru þó enn 10 stigum undir eftir þrjá leikhluta, 60-50. Í lokaleikhlutanum gerir Stjarnan svo það sem til þarf til að vinna að leikinn að lokum og tryggja sig áfram í átta liða úrslitin, 75-68.

Atkvæðamest fyrir heimakonur í leiknum var Myia Nicole Starks með 28 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Diljá Ögn Lárusdóttir við 10 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Fyrir gestina úr Laugardal var Jónína Þórdís Karlsdóttir stigahæst með 22 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar og Schekinah Sandja Bimpa bætti við 20 stigum og 15 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)

Önnur úrslit dagsins

Fréttir
- Auglýsing -