spot_img
HomeFréttirStjarnan sló út Hamar

Stjarnan sló út Hamar

 Keppni í Poweradebikarkeppni karla hófst í kvöld með tveimur leikjum. Subwaybikarmeistarar Stjörnunnar tóku á móti Hamri í Ásgarði þar sem heimamenn unnu öruggan 103-83 sigur á nýliðum Hamars.
 Jovan Zdravevski var sjóðheitur hjá Stjörnunni í kvöld en hann setti niður 38 stig, tók 11 fráköst og var með magnaða skotnýtingu. Jovan hitti úr 7 af 9 tveggja stiga skotum sínum, 7 af 8 þriggja stiga skotum og setti niður öll 3 vítin sín í leiknum. Þess má til gamans geta að Jovan gerði einnig 38 stig í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar á síðustu leiktíð en það var gegn Þór Akureyri.
 
Næstur Jovan var Justin Shouse með 22 stig og 7 stoðsendingar.
 
Hjá Hamri var Andre Dabrey með 26 stig og Marvin Valdimarsson gerði 13 stig.
 
Texti og mynd: Jón Björn Ólafsson, [email protected]
Fréttir
- Auglýsing -