spot_img
HomeFréttirStjarnan og Njarðvík á toppnum

Stjarnan og Njarðvík á toppnum

 Fimmta umferð í Iceland Express deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. Í Njarðvík mættust heimamenn og Íslandsmeistarar KR í hörkuleik sem lauk með sigri Njarðvíkinga 76-68. Guðmundur Jónsson var stigahæsti maður vallarins með 21 stig og 7 fráköst í liði Njarðvíkur. Hjá KR var Semaj Inge með 20 stig og 8 stoðsendingar.
Þá mættust Tindastóll og Breiðablik á Sauðárkróki þar sem heimamenn unnu öruggan 66-52 sigur á Blikum. Sigurinn var sá fyrsti á tímabilinu hjá Stólunum þar sem Amani Daanish gerði 20 stig en Svavar Atli Birgisson var honum næstur með 16 stig. John Davis var stigahæstur hjá Blikum með 16 stig og 13 fráköst.
 
Stjörnumenn viðhalda sigurgöngunni en þeir lögðu ÍR 83-92 í Íþróttahúsi Kennaraháskólans. ÍR-ingar leiddu framan af leik en Stjörnumenn náðu undirtökunum þegar líða tók á leikinn og unnu svo sinn fimmta sigur í röð. Justin Shouse fór hamförum með 37 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en hjá ÍR var Nemanja Sovic með 19 stig.
 
Það eru því Njarðvíkingar og Stjörnumenn sem leiða deildina, bæði lið enn ósigruð, eftir fimm umferðir.
 
Mynd/Gunnar Gunnarsson: Guðmundur Jónsson setti 21 stig á KR í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -