Deildarmeistarar Stjörnunnar lögðu Þór í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitum fyrstu deildar kvenna, 94-80, en vinna þarf þjá leiki til þess að vinna keppnina.
Atkvæðamest fyrir Stjörnuna í leiknum var Diljá Ögn Lárusdóttir með 26 stig, 6 fráköst og 6 stolna bolta. Henni næst var Ísold Sævarsdóttir með 20 stig.
Fyrir Þór var Madison Anne Sutton með 23 stig, 20 fráköst, 6 stoðsendingar og Eva Wium Elíasdóttir bætti við 18 stigum og 6 fráköstum.
Næsti leikur úrslitaeinvígis liðanna er á Akureyri komandi laugardag 8. apríl.