spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStjarnan kynnir lið sitt fyrir komandi átök

Stjarnan kynnir lið sitt fyrir komandi átök

Stjarnan hefur nú tilkynnt um liðsskipan í meistaraflokki kvenna fyrir komandi tímabil. Uppistaðan í liðinu eru stúlkur sem eru að koma úr yngri flokkum félagsins en Stjarnan hefur á undanförnum árum byggt upp eina öflugustu og fjölmennustu kvennadeild landsins í körfubolta.

Meðalaldur meistaraflokksins nú er tæp 17 ár sem gerir liðið yngst allra í 1. deild kvenna. Stúlkurnar eru þrátt fyrir það samkvæmt félaginu alvanar keppni því yngri flokkar Stjörnunnar hafa unnið meirhluta allra titla undanfarin ár og flestar þeirra spilað í yngri landsliðum Íslands.

Lið Stjörnunnar skipa:

Bára Björk Óladóttir

Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir

Diljá Ögn Lárusdóttir

Elísabet Ólafsdóttir

Fanney María Freysdóttir

Heiðrún Björg Hlynsdóttir

Hrafndís Lilja Halldórsdóttir

Ingibjörg María Atladóttir

Ísold Sævarsdóttir

Karólína Harðardóttir

Kolbrún María Ármannsdóttir

Kolbrún Eir Þorláksdóttir

Kristjana Logadóttir

Riley Popplewell

Sunna Margrét Eyjólfsdóttir

Auður Íris Ólafsdóttir er þjálfari Stjörnunnar ásamt Arnari Guðjónssyni. Fyrsti leikur liðsins er á laugardag gegn Hamar-Þórí Hveragerði og fyrsti heimaleikurinn í Garðabæ á miðvikudag á móti Aþenu-Leikni-UMFK.

Fréttir
- Auglýsing -