Grindavík lagði Stjörnuna með 4 stigum í kvöld í HS Orku Höllinni í sjöundu umferð Dominos deildar karla, 93-89 Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar, hvort um sig með 5 sigra og 2 töp það sem af er tímabili.
Atkvæðamestir fyrir heimamenn í leiknum voru Kristinn Pálsson með 26 stig og 6 fráköst og Ólafur Ólafsson með 19 stig og 4 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Garðabæ var Hlynur Bæringsson nálægt þrefaldri tvennu með 8 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar, þá bætti Gunnar Ólafsson við 19 stigum og 4 fráköstum.
Næsti leikur Stjörnunnar er komandi fimmtudag 4. febrúar gegn Njarðvík í Njarðtaksgryfjunni á meðan að Grindavík mætir ÍR í Hellinum degi seinna, 5. febrúar.