22:11
{mosimage}
(Justin Shouse skoraði sigurkörfu Stjörnumanna í kvöld)
Núverandi bikarmeistarar Stjörnunnar tóku á móti fyrrverandi bikarmeisturum Snæfells í kvöld í Ásgarði í 21. umferð Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn eru orðnir langþreyttir á lánleysi sínu síðustu þrjá leiki eftir bikarsigurinn gegn KR og eru jafnvel í fallbaráttu ef þannig spilast úr leikjum deildarinnar í kvöld og í lokaumferðinni. Snæfell hafa aftur á móti verið heitir undanfarið, unnið 10 af 11 síðustu leikjum sínum og þar af fimm í röð. Sigurður Þorvaldsson, leikmaður og þjálfari Snæfells, var í borgaralegum klæðum en hann er að jafna sig á ökklameiðslum sem hann hlaut gegn ÍR og nárameiðslum úr Grindavíkurleiknum. Þetta er að sögn Sigurðar í fyrsta skipti sem hann missir af úrvalsdeildarleik. Ljóst var að bæði lið myndu mæta vel hress í leikinn og selja sig dýrt og gefa ekkert þar sem það hefur sýnt sig að allir geta unnið alla ef þeim sýnist svo. Rándýra dómaraparið Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson sáu um löglegu hliðina.
Stjörnumenn byrjuðu á að setja sex fyrstu stig köldsins með körfum frá Justin og Kjartani en Snæfellingar komu sér inn í leikinn og komust í 6-7. Jafnt var á með liðunum og voru stórar körfur að detta. Í stöðunni 16-10 fyrir Stjörnuna setti Atli Rafn Hreinsson einn ískaldann fyrir Snæfell og voru þeir að elta heimamenn allan fyrsta hlutann en skotin voru ekki detta í sóknum á köflum þrátt fyrir opin skot. Stjörnumenn voru hörkusprækir í sóknum sínum og leiddu 27-18 eftir hlutann.
{mosimage}
(Hlynur Bæringsson var öflugur að vanda og setti m.a. þrist spjaldið ofaní. Hann kallaði það ekki)
Varnir beggja liða voru ekki sannfærandi í byrjun annars hluta, en sóknirnar voru öflugri. Það var svo að Snæfell vildi fikra sig nær og Magni setti tvo magnaða þrista og Egill annan til og staðan var 38-33. En Stjarnan snéri þá til baka og komst aftur í 10 stiga muninn sem þeir höfðu haft og voru Jovan, Justin og Guðjón sterkir á kaflanum og staðan 47-37. Erfitt var fyrir Snæfell að elta og áttu þeir fá svör í öðrum hluta sem gaf Stjörnumönnum aukið svigrúm og leiddu þeir inn í hálfleikinn 52-37.
Hjá bláum Garðbæingum var Jovan kominn með 15 stig og hafði fengið að leika lausum. Justin var kominn með 11 stig ásamt Kjartani sem einnig var með 11 stig og 6 fráköst. Hjá rauðum Hólmurum voru Nonni(Jón Ólafur Jónsson), Braca (Subasic) og Lucious komnir með 7 stig hver og Magni 6 stig. Hlynur var kominn með 6 fráköst.
Snæfellingar voru á hælunum og náðu ekkert að saxa á forskot Stjörnunnar sem var í stuði með Jovan í fararbroddi. Þeir bættu aðeins í vörnina í byrjun þriðja leikhluta en það dugði þeim lítið. Jovan var kominn með 22 stig um miðjann hlutann og aðrir voru einnig heitir. Stjörnumenn spiluðu ágætis vörn á móti Snæfellingum sem höfðu séð betri daga í hittni á köflum þó svo að þeir tækju sig til og ynnu þriðja hlutann 20-17 og héldu í við Stjörnumenn þá komust þeir lítið lengra. Heimamenn leiddu fyrir lokahlutann 69-57.
{mosimage}
(Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar)
Eftir smá baráttu komust Snæfellingar nær, 71-64, eftir stórþrist frá Daníel Kazmi en Jovan var ekki lengi að slökkva það niður og setti einn til svars og var gríðarheitur kominn með 29 stig. Snæfell átti svo góðann 7-0 kafla þar sem Magni stal boltanum, setti 2 stig, Hlynur tvö til og Gunnlaugur setti svo þrist og staðan orðin afar spennandi 74-71. Hlynur átti spjaldið ofan í þrist þegar ein sekúnda var eftir af sóknarklukku. Svo jöfnuðu Snæfell 76-76 og Wagner kom þeim svo yfir 76-79 og allt annað Snæfellslið inni á vellinum og ótrúleg endurkoma miðað við þrjá fyrri hluta. Justin jafnaði á vítalínunni 79-79 þegar 1:40 voru eftir og setti svo þrist síðar og kom Stjörnunni í 82-79. Snæfellingar tóku leikhlé þegar 11 sekúndur voru eftir en Snæfellingar nýttu ekki sóknina og átti Subasic síðasta þriggja stiga skotið en klikkaði og tíminn rann út við frákastið. Stjarnan hafði þarna loksins sigur 82-79 og horfa löngunaraugum á úrslitakeppnina.
Hjá Stjörnunni var Jovan heitur með 29 stig og Justin kom svo með 19 stig og 13 stoðsendingar. Kjartan setti 14 stig og Fannar 9 stig og tók 11 fráköst. Hjá Snæfelli var Subasic með 17 stig, Wagner 14 stig og Nonni(Jón Ólafur Jónsson) 12 stig ásamt Hlyni sem tók að auki 16 fráköst.
Myndir: [email protected]
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín
{mosimage}
(Sigurður Þorvaldsson var ekki í búning í kvöld og stýrði sínum mönnum á hliðarlínunni)