spot_img
HomeFréttirStern tilbúinn að hefja 72 leikja tímabil 15. desember

Stern tilbúinn að hefja 72 leikja tímabil 15. desember

Tilboðið er komið á borðið, 72 leikja tímabil sem hefst 15. desember. NBA deildin lagði þetta fram og leikmannasamtökin íhuga nú stöðu mála en áhugafólk/aðdáendur og fleiri um NBA deildina hafa fyrir löngu fengið meira en nóg af peningakarpi milljónamæringa (eigenda/leikmanna).
 
Þessi síðasti úrslitakostur NBA deildarinnar í verkbanninu, og ef honum er hafnaði, gæti aðeins þýtt eitt, leikmannasamtökin fengju verri samning ef þeir höfnuðu þessum sem er uppi á borðinu og jafnvel yrði allri leiktíðinni aflýst.
 
David Stern hefur tekið af öll tvímæli, sá samningur sem nú er uppi á borði ber að svara í næstu viku játandi eða neitandi, engar frekari samningaumleitanir!
 
,,Ég get ekkert tjáð mig um það hvað leikmannasamtökin ætla eða muni gera í þessari stöðu, ég vona að það sem gerist í næstu viku geti leitt til þess að við fáum 72 leikja tímabil sem hefjist 15. desember,“ sagði David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar.
 
Fréttir
- Auglýsing -