spot_img
HomeFréttirSterkur sigur Þórs í Dalhúsum

Sterkur sigur Þórs í Dalhúsum

Þriðja viðureign Fjölnis og Þórs í úrslitakeppni 1. deildar kvenna fór fram í Dalhúsum í kvöld. Fyrir leikinn leiddi Fjölnir einvígið 2-0 en í kvöld voru það Þórsarar sem mættu sterkari til leiks og sigruðu leikinn 83-93 eftir að hafa náð yfirhöndinni snemma í fyrsta leikhluta. Staðan í einvíginu því 2-1 en sigra þarf 3 leiki til að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni á móti KR eða Grindavík. 

Gangur leiks
Ferðalagið sat ekki í Þórsurum sem mættu sterkar til leiks allt frá fyrstu mínútu í kvöld og náðu forystu snemma í leiknum. Þær juku forskotið jafnt og þétt í fyrsta leikhluta og leiddu að honum loknum með 8 stigum, 16-24. Annar leikhluti var eign Þórs sem sýndu flotta baráttu og nýttu skot sín vel á meðan lítið gekk upp í sóknarleik Fjölnis. Gestirnir sigruðu leikhlutann 8-22 og leiddu með 22 stigum í hálfleik.

Fjölnir byrjaði þriðja leikhluta af krafti, spiluðu stífa vörn og fóru að setja skotin. Þær söxuðu jafnt og þétt á forskot Þórs og náðu muninum niður í 8 stig áður en leikhlutinn rann sitt skeið. Leikurinn því orðinn galopinn og allt mögulegt í lokafjórðungnum. Fjölnir minnkaði forskot Þórs niður í 6 stig í upphafi 4. leikhluta en í stöðunni 60-66 komu 13 stig í röð frá Þór. Eftir það litu Þórsarar ekki til baka og lönduðu að lokum nokkuð öruggum 10 stiga sigri, 83-93.

Atkvæðamestu leikmenn
Heiða Hlín Björnsdóttir var stigahæst Þórsara með 21 stig og 6 fráköst. Þá skoraði Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15 stig og tók 12 fráköst og Rut Herner Konráðsdóttir og Gréta Rún Árnadóttir bættu við 15 stigum hvor.

Hjá Fjölni var McCalle Feller langatkvæðamest með 35 stig, 10 fráköst og 6 stolna bolta. Margrét Ósk Einarsdóttir skoraði 14 stig og tók 6 fráköst og Berglind Karen Ingvarsdóttir var með 10 stig, 10 fráköst og 6 stolna bolta.

Kjarninn
Staðan í einvíginu milli Fjölnis og Þórs er nú 2-1 og munu liðin mætast að nýju í Síðuskóla á föstudaginn. Með sigri á föstudaginn getur Fjölnir tryggt sér sæti í úrslitarimmunni um sæti í úrvalsdeild að ári en sigri Þór munu liðin mætast í oddaleik í Dalhúsum á sunnudaginn.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fjölnir: McCalle Feller 35/10 fráköst/6 stolnir, Margret Osk Einarsdottir 14/6 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 10/10 fráköst/6 stolnir, Erla Sif Kristinsdóttir 8, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 7/4 fráköst, Gu?rún Edda Bjarnadóttir 4, Margrét Eiríksdóttir 3, Fanndís María Sverrisdóttir 2, Svala Sigur?adóttir 0, Snæfrí?ur Birta Einarsdóttir 0, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Gabríella Rán Hlynsdóttir 0. 

Þór Ak.: Hei?a Hlín Björnsdóttir 21/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 15/12 fráköst, Rut Herner Konrá?sdóttir 15/7 fráköst, Gréta Rún Árnadóttir 15, Hrefna Ottósdóttir 13, Sædís Gunnarsdóttir 13, Karen Lind Helgadóttir 1, Særós Gunnlaugsdóttir 0, Erna Run Magnusdottir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0/5 fráköst, Kristín Halla Eiríksdóttir 0. 

Fréttir
- Auglýsing -