spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSkotklukkan: Aron Orri Hilmarsson

Skotklukkan: Aron Orri Hilmarsson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni ÍR í fyrstu deild karla Aroni Orra Hilmarssyni. Aron Orri er 19 ára gamall leikmaður ÍR sem leikið hefur upp alla gífurlega sigursæla yngri flokka félagsins og með meistaraflokki þeirra frá árinu 2018.

 1. Nafn? Aron Orri Hilmarsson
 2. Aldur? 19 ára
 3. Hjúskaparstaða? Einhleypur
 4. Uppeldisfélag? ÍR
 5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna þrennuna í 12.flokki.
 6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar ég airballaði víti á landsliðsæfingu fyrir leiknum (hef ekki verið valinn síðan) 
 7. Efnilegasti leikmaður landsins? Erlendur Bróason
 8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Evan Singletary og Hákon Örn
 9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Spila og æfi í tvöföldum sokkum.
 10. Uppáhalds tónlistarmaður? GusGus
 11. Uppáhalds drykkur? Sprite
 12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Borche og Ísak Wíum.
 13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Bróðir Birkis Daðasonar
 14. Í hvað skóm spilar þú? Kobe 8 Protro
 15. Uppáhalds staður á Íslandi? Seljahverfi
 16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Knicks
 17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe
 18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Matosig 
 19. Sturluð staðreynd um þig? Er blindur á einu auga.
 20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 5v5
 21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun
 22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Stefán og Óskar Davíðssynir og Ella Bróa.
 23. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Fjölnir og Breiðablik
Fréttir
- Auglýsing -