spot_img
HomeFréttirSterkur sigur Íslands - Sævaldur: Þær svöruðu okkar gagnrýni

Sterkur sigur Íslands – Sævaldur: Þær svöruðu okkar gagnrýni

Undir 18 ára stúlknalið Ísland lagði Búlgaríu með 7 stigum, 75-68 á Evrópumótinu í Makedóníu. Leikurinn var sá síðasti í riðil hjá liðinu, en næst mæta þær Slóveníu í umspili um 9.-16. sæti á mótinu.

Íslensku stúlkurnar byrjuðu leik dagsins vel, settu fyrstu 10 stig leiksins. Þeirri forystu hélt liðið fram að hálfleik, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja á hálfleik var Ísland 11 stigum yfir, 44-33.

Í seinni hálfleiknum var leikurinn svo jafn og spennandi, þó svo að Ísland hafi verið skrefinu á undan. Með risastórri þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta var eftir frá Evu Maríu Davíðsdóttur komst Ísland 10 stigum yfir, 75-65 og má segja að það hafi gert útum leikinn.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Ásta Júlía Grímsdóttir, en á rúmum 33 mínútum spiluðum skilaði hún 19 stigum og 16 fráköstum.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum er hér

Næst leikur liðið komandi föstudag gegn Slóveníu og mun leikurinn verða í beinni útsendingu.

Fréttaritari Körfunnar í Skopje spjallaði við þjálfara liðsins, Sævald Bjarnason, eftir að sigurinn var í höfn.

Fréttir
- Auglýsing -