Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu. Í dag kl. 19:00 leika þær sinn fjórða leik á mótinu gegn Búlgaríu.

Áður höfðu þær tapað þremur leikjum. Nokkuð örugglega gegn Tyrklandi, síðastliðinn sunnudag gegn Portúgal í heldur jafnari leik og svo síðast í gær gegn Sviss.

Leikur dagsins er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið mun leika um 9.-16. eða 17.-23. sæti á mótinu.

Bein útsending verður hér að neðan, en hægt verður að skoða tölfræði leiksins, sem og þeirra leikja sem eru búnir hér.