spot_img
HomeFréttirSterku sigur meistaranna í Garðabæ

Sterku sigur meistaranna í Garðabæ

Snæfell hélt áfram pressu á topplið Hauka með góðum sigri gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokastaðan varð 63:84 gestina í vil eftir að Snæfell hafði leitt í hálfleik með 5 stigum. 

Í fyrri hluta leiks voru Stjörnustúlkur aðeins léttari á fæti en Snæfell og olli því að þær brutu klaufalega á sér en Snæfell höfðu forskot meirihluta leikhlutans þrátt fyrir að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í byrjun um einhver 7 stig en það varði ekki lengi.Í hálfleik var staðan 34-39 fyrir Snæfelli og Haiden með 21 stig af þeim 39 sem hún endaði leikmeð.Stúlkan var sjóðandi heit og smurði smá rjóma á körfurnar sínar með flottum hreyfingum sem hún kláraði vel. 
 
Seinni hálfleikur.
 
Hægt og rólega sigu Snæfell frammúr eftir því sem leið á 3. leikhluta og var að detta í 20 stiga mun rétt áður fyrir lokaleikhulutann ( 42-65 ) En Stjarnan náði ekki að elta boltahreyfingu Snæfells nægilega vel og mæta opnum skotum sem þær voru að setja. Að lokum unnu Snæfell þennan leik örugglega þar sem allir leikmenn komust á blað nema Andrea, Heiden var stigahæst hjá þeim með 29 stig en Chelsie hjá Stjörnuni með 31stig.
 
 Snæfell var betri aðilinn ef horft er yfir allan leikinn. Þær gerðust sekar um að hleypa Stjörnunni aftur í leikinn þegar heimastúlkur unnu niður gott forskot sem Snæfell hafði á þær. En með góðri vörn og flottri boltahreyfingu þá náðu Snæfell aftur því  forskoti sem þær höfðu náð og héldu því út leikinn. Það sem vantaði hjá  Stjörnunni er að hafa kjark og þor til að klára leiki. Undanfarnir leikir hafa farið eins og trúin sé ekki til staðar og það vantar þetta litla spark í rassinn því allir vita þá getu sem liðið býr yfir. Þær þurfa að vera sterkari varnarlega og mæta skotum mun betur og fá fleiri í liðinu sínu ínní sóknarleikinn Hlutverkaskipan virðist vera í óvissu hjá sumum leikmönnum en nægur tími ætti að vera til að vinna í þessu því 15 dagar eru í næsta leik vegna landsleikjahlés.
 

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Texti: K

Mynd:Karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -