spot_img
HomeFréttirStelpubúðir Helenu og Maríu hefjast 13. júní

Stelpubúðir Helenu og Maríu hefjast 13. júní

23:15
{mosimage}

Landsliðskonurnar Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir standa á nýjan leik að stelpubúðum og að þessu sinni verður fyrri hlutinn helgina 13.-14. júní að Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar fóru einnig fram síðasta sumar og þóttu lukkast með miklum ágætum.

Búðirnar verða fyrir stelpur á aldrinum 12-16 ára að Ásvöllum dagana 13.-14. júní og helgina strax á eftir (20.-21. júní) verða búðir fyrir stelpur á aldrinum 8-11 í Njarðvík.

Verð í búðirnar er kr. 8500,- en innifalið í verði er matur, sund og gisting eina nótt og vitaskuld nóg af körfubolta. Allir þátttakendur fá bol merktan búðunum en skráning fer fram á [email protected]

Nánari upplýsingar veitir Helena í síma 661 2331.

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -