19:20
{mosimage}
Á heimasíðu Vals er greint frá því að félagið hafi gert nýjan samning við Steingrím Ingólfsson leikmann félagsins. Nýji samningurinn er til þriggja ára.
Steingrímur, sem er 21 árs, er uppalinn Valsari og hefur leikið 3 leiki með liðinu í Úrvalsdeild, tímabilið 2002-03 auk þess hefur hann leikið 15 unglingalandsleiki.
Hann lék vel með Völsurum síðasta vetur í 1. deildinni og skoraði 8 stig að meðaltali í leik auk þess að gefa 4 stoðsendingar í leik.
Mynd: valur.is