spot_img
HomeFréttirSteinar Kaldal í 1 á 1

Steinar Kaldal í 1 á 1

kaldalFullt nafn: Steinar Kaldal

Aldur: 27

Félag: KR

Hjúskaparstaða: Á kærustu

Happatala: 13

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?

Ég byrjaði í minnibolta yngri hjá KR árið 1989

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?

Páll Kolbeinsson

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?

Vinur minn Jón Arnór Stefánsson og meðal stúlknanna er Helena Sverrisdóttir á góðri leið með ná sér í þann titil.

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?

Það var frábært að spila með Jonathan Bow

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?

Þeir eru tveir og heita Brynjar Björnsson og Hörður Axel Vilhjálmsson.

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?

Páll Kolbeinsson

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?

Mér finnst Bárður Eyþórsson hafa náð frábærum árangri með Snæfell síðustu ár. Coach ING (Ingi Þór Steinþórsson) er líka einn sá sterkasti.

Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn?

Dominique Wilkins var alltaf hetjan back in the days.

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?

Þetta er gefið.

Sætasti sigurinn á ferlinum?

Íslandsmeistaratitillinn og sigur Elítuliðsins á A-landsliðinu á Norðurlandamótinum sumarið 2000, minnir mig.

Sárasti ósigurinn?

Tapið gegn UMFG í bikarúrslitunum 2000 var sárt og tapið í Meistaradeildinni í ár fór alveg með mig.

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?

Fótbolti og golf. Svo þótti mér mjög gaman að fara á skíði þegar það snjóaði ennþá á Íslandi. Þá meina ég þegar það var snjór, því slydda er ekki það sama og snjór.

Með hvaða félögum hefur þú leikið?

Í körfunni er það KR hér heima og USCS í Bandaríkjunum með þeim eðalsnillingum Fannari Ólafssyni og Páli Kristinssyni.

Uppáhalds:

kvikmynd: Downfall er svakaleg og Lord of the rings serían skildi mikið eftir sig líka.

leikari: Al Pacino, Will Farrell, Owen Wilson eru dæmi um leikara sem mér finnst traustir

leikkona: Þessar fallegu leika alltaf vel.

bók: Meistarinn og margaríta

matur: Rjúpa

matsölustaður: Bæjarins bestu!!

lag: Breytist á hverjum degi. Það er samt spurning um að remixa KR-lagið.

Mér líður svolítið eins og ég sé í Groundhog day þegar ég heyri það.

hljómsveit: Bloc Party, Little Brother og margar fleiri.

staður á Íslandi: Er nýbúinn að fara hringinn í kringum landið og var

dolfallinn á eftir. Borgarfjörður Eystri, Skaftafell, Laugardalurinn, Ásbyrgi, ég gæti haldið áfram.

staður erlendis: Mér líður alltaf vel í Kaupmannahöfn og svo á ég góðar minningar frá Krít.

lið í NBA: New York var alltaf mitt lið en ég er bara ekki viss um hvað þetta er sem þeir eru að gera núna.

lið í enska boltanum: Arsenal

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?

Reyni að slappa af og borða hollan mat.

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?

Sigurleikjum

Furðulegasti liðsfélagi?

Mér hefur alltaf fundist Helgi Magnússon stórskrýtinn eftir að hann ógnaði níræðri konu á hjóli þegar við vorum í keppnisferð í Kaupmannahöfn.

Fréttir
- Auglýsing -