spot_img
HomeFréttirStærsti sigur efstu deildar karla er 84 stig

Stærsti sigur efstu deildar karla er 84 stig

17:00

{mosimage}

Stundum er það svo að menn verða að éta hatt sinn þegar þeir fara með fleipur í fréttaskrifum sínum. Mikið var ritað á dögunum um að sigur Þórs á Akureyri á Skallagrímsmönnum væri stærsti sigur í sögu Úrvalsdeildar. Nú hefur komið í jós að það er rangt því stærsti sigur í sögu Úrvalsdeildar er sigur Keflavíkur á ÍA þann 5. mars árið 2000, leikurinn fór fram á Akranesi og endaði 63-143, 80 stiga sigur.

Þessi sigur er þó ekki sá stærsti í efstu deild karla frá upphafi því árið 1958 vann ÍKF lið KFR b 106-22.

En rétt skal vera rétt og nú er það komið á hreint hver er stærsti sigurinn í efstu deild karla sem og í Úrvalsdeild.

[email protected]

Mynd: VFmynd

Fréttir
- Auglýsing -