spot_img
HomeFréttirSpurs taka forystu

Spurs taka forystu

dSan Antonio Spurs sigruðu í fyrsta leik sínum gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum um NBA titilinn í nótt. Eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með 5 stigum og höfðu strax náð frumkvæðinu. Jafnt var á með á með liðunum til háflleiks og staðan í hálfleik 40-35 heimamenn í vil. Þriðji leikhluti hefur alltaf reynst liði Cavs illa og engin breyting varð þar á í gær. Heimamenn gengu á lagið og leiddu með 15 stigum fyrir síðasta leikhlutann. Gestirnir náðu þó að klóra í bakkann í síðasta leikhlutanum en allt kom þó fyrir ekki og heimamenn tóku forystu í einvíginu. Tony Parker og Tim Duncan fóru fyrir sínu liði í gær og saman settu þeir niður 51 stig ásamt því að Duncan hirti 13 fráköst. "Hin útvaldi" eins og hann er kallaður, Lebron James átti slakan leik í gær. Hann skoraði aðeins 14 stig og hitti aðeins úr 6 skotum af 22 utan af velli. En það var nýliðinn Daniel Gibson sem hefur staðið sig frábærlega í úrslitakeppninni í ár sem kom sterkur af bekknum og setti niður 16 stig.

Fréttir
- Auglýsing -