Einn leikur fór fram í 8 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í honum sigruðu heimamenn í San Antonio Spurs lið Houston Rockets í framlengdum leik, 107-110. Undir lok framlengingarinnar munaði Spurs mest um framlög Danny Green og Manu Ginobili, en Green skoraði 7 af 16 stigum sínum í leiknum í henni. Atkvæðamestur fyrir gestina var James Harden, með 33 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.
Spurs leiða því einvígið 3-2 og freista þess að komast áfram með sigri í næsta leik, en í úrslitaeinvígi vesturstrandarinnar bíða þeirra Golden State Warriors, sem unnu sitt einvígi gegn Utah Jazz 4-0
Houston Rockets 107 – 110 San Antonio Spurs
Spurs leiða einvígið 3-2