Fyrsta leik dagsins í úrslitakeppni NBA er lokið en þá komust San Antonio Spurs í 1-0 gegn Dallas Mavericks með 90-85 sigri.
Tim Duncan var stigahæstur í liði Spurs með 27 stig og 7 fráköst og Tony Parker bætti við 21 stigi. Devin Harris var stigahæstur hjá Dallas með 19 stig af bekknum og Dirk Nowitzki gerði 11 stig og tók 8 fráköst.
Annar leikur liðanna fer fram næsta miðvikudag á heimavelli San Antonio en að honum loknum færist einvígið yfir til Dallas.
Þegar þetta er ritað stendur yfir viðureign Miami og Bobcats en þar er staðan 80-70 fyrir meistara Miami og rúmar 8 mínútur til leiksloka.