spot_img
HomeFréttirSpurs í úrslit

Spurs í úrslit

San Antonio Spurs eru komnir í úrslit vesturstrandarinnar og mæta þar Memphis Grizzlies en Spurs lögðu Golden State 82-94 á útivelli í nótt þegar liðin mættust í sínum sjötta leik. Þá tóks New York Knicks að minnka muninn í 3-2 gegn Indiana Pacers með sigri í Madison Square Garden.
 
Golden State 82-94 San Antonio (Spurs áfram 4-2)
Allt byrjunarlið Spurs gerði 11 stig eða meira í leiknum, þeirra atkvæðamestur var Tim Duncan með 19 stig og 6 fráköst. Stephen Curry gerði 22 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst.
 
New York 85-75 Indiana (Indiana leiðir 3-2)
Carmelo Anthony setti 28 stig fyrir Knicks og tók 6 fráköst. Hjá Indiana var Paul George með 23 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Liðin mætast svo aftur í Indiana á laugardag þar sem Indiana geta með sigri tryggt sér sæti í úrslitum eða New York knúið fram oddaleik á sínum heimavelli.
 
Carmelo Anthony var að finna sig á heimavelli:
  
Mynd/ Tim Duncan var stigahæstur hjá Spurs í nótt
Fréttir
- Auglýsing -