spot_img
HomeFréttirSpurs í góðum málum

Spurs í góðum málum

dCleveland Cavaliers eru nú komnir upp við vegg eftir að hafa tapað þriðja leiknum í röð gegn SA Spurs í nótt. Leikurinn í nótt var ekki mikið fyrir augað en þó var jafnræði með liðunum alla leikinn. Spurs leiddu þó með 2 stigum í hálfleik. Þriðji fjórðungur hefur ávallt reynst CAVS erfiður í gengum þessa úrslitakeppni og í nótt varð engin breyting á. Liðið gerði aðeins 12 stig í fjórðungnum og þar með var grunnur að sigri Spurs kominn. Síðasti fjórðungur var hinsvegar hnífjafn og í lokinn átti Lebron James möguleika á að jafna en skotið geigaði og Spurs hafa nú pálmann í höndunum. Engu liði hefur tekist að koma tilbaka í úrslitum NBA eftir að hafa lent 0-3 undir í einvígi og því er tölfræðin eins óhagstæð CAVS eins og hún getur verið.

 

Tony Parker sem hefur farið á kostum í þessu einvígi var stigahæstur gestanna með 17 stig og þar næstur kom Tim Duncan með 14. Hjá CAVS var Lebron að venju stigahæstur með 25 stig ásamt því að hirða 8 fráköst og senda 7 stoðir. "Þetta breytir litlu, við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við þurfum einn sigur í viðbót" sagði Duncan í lok leiks. Daniel Gibson var í byrjunarliði CAVS að þessu sinni í fjarveru Larry Hughes sem var meiddur. Gibson sem hefur svo sannarlega verið betri en enginn náði hinsvegar ekki að sína sitt rétta andlit í nótt og klikkaði t.a.m á öllum þriggja stigaskotum sínum.

 

 Ef SA Spurs klára einvígið sem allt bendir til, verður þetta áttunda "sópið" í úrslitum NBA og Spurs koma sér í hóp Boston Celtics,LA Lakers og Chicago Bulls sem eru einu liðin sem hafa unnið fjóra titla eða fleiri.

Fréttir
- Auglýsing -