14:30
{mosimage}
(Axel Kárason er einn margar íslenskra leikmanna sem verður erlendis við nám á næsta tímabili)
Íslenskur körfuknattleikur má sjá á eftir nokkrum öflugum leikmönnum í nám og því verða þeir ekki í eldlínunni á næstu leiktíð. Eins og flestum er kunnugt hefur verið nokkuð róstursamt á félagskiptamarkaði hér innanlands í körfunni en töluverða athygli vekur hversu margir kveðja í bili og halda í nám, flestir til Danmerkur.
Hér að neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem verða ekki með í íslensku deildunum í vetur því þeir hyggja á nám erlendis:
Egill Jónasson – Til Danmerkur í nám
Sævar Haraldsson – Í nám til Bandaríkjanna
Axel Kárason – Í nám til Ungverjalands
Magnús Helgason – Í nám til Englands
Lárus Jónsson – Í nám til Danmerkur
Elvar Traustason – Í nám til Danmerkur
Sigurður Þór Einarsson – Í nám til Danmerkur
Hallgrímur Brynjólfsson – Nám til Danmerkur
Magnús Guðmundsson – Nám til Kanada
Kolbeinn Soffíuson – Nám til Þýskalands
Hér ofantalið er hið prýðilegasta lið sem myndi væntanlega spjara sig með miklum ágætum í úrvalsdeildinni en allir þessir kappar munu frá hverfa og halda til náms. Það hefur löngum fylgt landanum að nema í skólum í Danmörku en hvort það sé orðin einhver tískubylgja eða vanköntum í íslensku menntakerfi um að kenna skal ósagt látið.