Þrír leikir eru á dagskránni hjá www.sporttv.is þessa vikuna (1.-7. febrúar). Fyrsti leikurinn í beinni hjá Sporttv er viðureign Hamars og KR í Iceland Express deild kvenna næstkomandi miðvikudagskvöld.
Fimmtudaginn 4. febrúar verður Sporttv í Stykkishólmi og sýnir beint frá viðureign Snæfells og Keflavíkur og munu vafalítið margir fylgjast með leiknum þar sem liðin mætast svo nokkrum dögum síðar í undanúrslitum Subwaybikars karla.
Þriðji og síðasti leikurinn á dagskrá hjá Sporttv í þessari viku er leikur Breiðabliks og Tindastóls í Iceland Express deild karla sunnudaginn 7. febrúar.