spot_img
HomeFréttirSportrásin-Haukur: ACB er sterkasta deildin í heimi eins og er

Sportrásin-Haukur: ACB er sterkasta deildin í heimi eins og er

Þórður Helgi Þórðarson stýrir Sportrásinni á Rás 2 og í gærkvöldi ræddi hann við Hauk Helga Pálsson sem leikur með Manresa í ACB deildinni á Spáni. Þeir Þórður og Haukur fóru um víðan völl í spjalli sínu en þar kom m.a. fram að Íslendingaslagur væri í vændum um helgina þar sem Haukur og Jón Arnór Stefánsson mætast þegar Manresa og CAI Zaragoza eigast við.
 
 
Haukur kvaðst í viðtalinu vera að finna sig vel hjá Manresa og greindi stuttlega frá Bandaríkjaárum sínum. Þá spurði Þórður þáttastjórnandi hvort ACB deildin væri ekki sú næststerkasta í heimi en Haukur var fljótur til svara: ,,ACB er sterkasta deildin í heimi eins og er,“ og ekki fjarri lagi þar sem allt er í belg og biðu í NBA deildinni.
 
 
 
Mynd/ SOA Haukur Helgi í íslenska landsliðsbúningnum 
Fréttir
- Auglýsing -