13:59
{mosimage}
(Óðinn Ásgeirsson)
Körfuboltamaðurinn öflugi að norðan, Óðinn Ásgeirsson, segist ekki hlusta á nein freistandi tilboð að sunnan en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa nokkur lið í Iceland Express deildinni heyrt hljóðið í þessum snjalla framherja. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is
Óðinn er sáttur á Akureyri og segist bara ætla að spila með Þór. Óðinn átti mjög gott tímabil, var með 15,1 stig og 7,0 fráköst að meðaltali í leik og hjálpaði nýliðum Þórs til að komast í úrslitakeppnina. Óðinn er gríðarlega mikilvægur Þórsliðinu og þetta eru því mjög góðar fréttir fyrir norðanmenn.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson