spot_img
HomeFréttirSpennandi lokasprettur í Grafarvogi (Umfjöllun)

Spennandi lokasprettur í Grafarvogi (Umfjöllun)

 
Fjölnisstúlkur tóku á móti Haukastúlkum í kvöld uppi í Grafarvogi og tefldi Fjölnir fram nýjum leikmanni að nafni Tasha Harris. Haukastúlkur byrjuðu leikinn betur og pressuðu stíft allan völlinn. Sóknaleikur Fjölnisstúlkna var stirður í byrjun og endaði fyrsti leikhluti 22 – 11 fyrir Haukum.
Sóknaleikur Fjölnis batnaði í öðrum leikhluta og þær héngu í Haukastúlkum, það var þó ellefu stiga munur sem skildi liðin af í hálfleik, 42-31 Haukum í vil.
 
Allt annað var að sjá til Fjölnisliðsins í seinni hálfleik og mun meira flæði í sóknaleik þeirra. Nýji leikmaður Fjölnis var að spila vel og finna opna samherja. Jafnræði var með liðunum fram að 4 leikhluta, en fyrir hann skildu aðeins 6 stig liðin af og leikurinn galopinn fyrir síðasta fjórðunginn. Fjölnir byrjaði sterkt í síðasta leikhlutanum og þegar tæpar 9 mínútur voru eftir komst Tasha inn í sendingu og jafnaði leikinn með sniðskoti. Stemmningin í húsinu var mikil og ljóst var að spennandi lokamínútur væru í vændum. Liðin skiptust á að skora og munurinn aðeins 2-4 stig restina af leiknum. Haukastúlkur voru sterkari á lokamínútum og höfðu nauman sigur 81 – 80 .
 
Allt annað var að sjá til Fjölnisliðsins og virðist sem nýji leikmaðurinn hafi góð áhrif á liðið. Haukaliðið var að spila vel þrátt fyrir að vera án sterkra leikmanna.
 
Fjölnir: Natasha Harris 28/6 fráköst/12 stoðsendingar/7 stolnir, Inga Buzoka 15/14 fráköst/5 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 12, Gréta María Grétarsdóttir 7, Erla Sif Kristinsdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 6, Birna Eiríksdóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0, Erna María Sveinsdóttir 0.
 
Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 27/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/10 fráköst, Íris Sverrisdóttir 10, María Lind Sigurðardóttir 10/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7, Margrét Rósa Hálfdánardótir 5, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0, Sara Pálmadóttir 0.
 
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender
 
 
Umfjöllun: Karl West Karlsson
Fréttir
- Auglýsing -