spot_img
HomeFréttirSpenna þegar toppliðin mættust

Spenna þegar toppliðin mættust

 Snæfell og Keflavík mættust í Dominosdeild kvenna í kvöld. Toppliðin sem voru ósigruðu fyrir umferðina og því eftirvænting eftir leiknum. Keflavíkurstúlkur voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu með fjórum stigum. 73:69 í hörku leik. 
 
Það var sem fyrr segir búist við hörku leik og áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum.  Hvorugt liðið lét undan og í fyrri hálfleik var aðeins eitt stig sem skildi liðin að. Pálína Gunnlaugsdóttir var að leiða sitt lið áfram á meðan Hildur Sigurðardóttir sá um það hjá þeim rauðklæddu.   Í þriðja fjórðung voru gestirnir ívið sterkari og voru að spila á köflum frábæra vörn sem gerði sóknarleik Keflavíkur hálf vandræðalegan og hugmyndasnauðann.  Oftar en ekki urðu þær að skjóta skotum einungis til þess eins að missa ekki boltann vegna skotklukkunar.  Þessi vörn færði Snæfell í bílstjórasætið í leiknum og lítið sem benti til þess að heimastúlkur myndu landa sigri þetta kvöldið. 
 
Í fjórðaleikhluta skipti Sigurður Ingimundarson yfir í svæðisvörn og það virtist hægja á gestunum. Ofaní það fóru lukkudísirnar að svífa yfir liði Keflavíkur þegar Pálína Gunnlaugsdóttir lét flakka þrist um leið og skotklukkan gall og viti menn, spjaldið ofaní.  Eftir þetta hresstust heimastúlkur og komu sér aftur inní leikinn og voru á leið í land með þrjú stig. En stutt skammhlaup kom í leik þeirra undir lokin og Snæfellsstúlkur neituðu að játa sig sigraðar.  Þegar um 20 sekúndur lifðu leiks áttu Snæfell séns á því að jafna leikinn en áður nefnd Pálína gerði vel í vörninni þegar hún fiskaði ruðning á Kea Marlow og þar með var leikurinn þeirra. 
 
Fréttir
- Auglýsing -