spot_img
HomeFréttirSpecial Olympics lið Hauka sló í gegn um helgina

Special Olympics lið Hauka sló í gegn um helgina

Körfuboltamót Hauka fór fram um síðustu helgi. Mótið fór frábærlega fram og mörg öflug lið skráð til leiks.

Eitt lið mætti á sitt fyrsta körfuboltamót um helgina, nýjasta lið Hauka í Hafnarfirði, körfuboltalið Special Olympics. Þau Kristinn Jónasson og Thelma Þorbergsdóttir hafa séð um æfingar liðsins í betur.

Æfingarnar fóru af stað fyrir rúmu ári en þær eru einnig í samstarfi við Íþróttafélag fatlaðra en á heimasíðu þeirra segir að körfubolti sé orðin stór íþrótt á leikum Special Olympics. “ekki síst “unified basketball” sem byggir á æfingum og keppni blandaðra liða, fatlaðra og ófatlaðra t.d. systkini og vinir sem þar taka þátt”

Óhætt er að segja að liðið hafi slegið rækilega í gegn á mótinu um helgina og vakti verðskuldaða athygli. Leikir liðsins voru þeir vinsælustu á mótinu og flykktust áhorfendur að til að sjá keppnisskapið og framfarir liðsins.

Algjörlega frábært framtak þeirra Kristins, Thelmu og Hauka. Vonandi fáum við að sjá meira af þessu spennandi liði á næstu árum.

Ljósmyndari Körfunnar, Bjarni Antonsson var viðstaddur mótið og tók myndir af leik liðsins. Myndasafnið má sjá hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -