spot_img
HomeFréttirSpánn tilkynnir sinn 12 manna hóp

Spánn tilkynnir sinn 12 manna hóp

 

Liðið sem veðbankar telja líklegast til þess að sigra lokamót EuroBasket sem hefst nú í lok mánaðar, Spánn, tilkynnti í dag hvaða 12 leikmenn það væru sem færu fyrir þeirra hönd á mótið. Samkvæmt veðbanka Bet365, eru það Spánn sem eru líklegastir, þar á eftir kemur Serbía og Frakkland eru svo þeir þriðju líklegustu.

 

Ísland er talið þriðja ólíklegasta liðið til þess að vinna mótið samkvæmt þeim, en aðeins Ungverjaland og Rúmenía eru fyrir neðan Ísland.

 

Spánn mun leika í riðli með Tékklandi, Króatíu, Ungverjalandi, Svartfjallalandi og Rúmeníu, en mörg kunnuleg andlit eru í þessum spænska hóp, þar sem helsta mætti nefna NBA stjörnurnar Marc Gasol, Ricky Rubio og Pau Gasol.

 

Hópinn má sjá í heild hér fyrir neðan:

Alejandro Abrines Marc Gasol Pau Gasol Juancho Hernangomez
Willy Hernangomez Juan Carlos Navarro Pierre Oriola Sergio Rodriguez
Ricky Rubio Fernando San Emeterio Joan Sastre Guillem Vives
Fréttir
- Auglýsing -