spot_img
HomeFréttirSópurinn á lofti í fyrstu umferð á Spáni

Sópurinn á lofti í fyrstu umferð á Spáni

 
Undanúrslitin í ACB deildinni á Spáni hefjast á föstudag þar sem eigast við Barcelona og Unicaja annarsvegar og hinsvegar Real Madrid og Bilbao. Í átta liða úrslitum komust þessi fjögur lið áfram eftir 2-0 sigra á andstæðingum sínum.
Barcelona-Caja Laboral hefst á föstudag sem og Real Madrid-Bilbao. Barcelona varð deildarmeistari, Real Madrid í 2. sæti, Caja Laboral í 4. sæti og Bilbao hafnaði í 6. sæti en sópuðu Valencia engu að síður í sumarfrí í 8-liða úrslitum.
 
Eins og kunnugt er þá féll lið Jóns Arnórs Stefánssonar, C.B. Granada, niður um deild en Granada vann 7 leiki í deildinni og tapaði 27.
 
Mynd/ Ricky Rubio og félagar í Barcelona mæta Caja Laboral í undanúrslitum á Spáni og er búist við hörkurimmu.
 
Fréttir
- Auglýsing -