Ísland mætir Ísrael á æfingamóti U-20 landsliða sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. Ísland vann Svíþjóð í gær en Ísrael tapaði gegn sterkum Finnum þar á undan.
Í liði Ísrael spilar leikstjórnandinn Tamir Blatt sem spilar með Hapoel Tel Aviv í efstu deild í Ísrael. Hann endaði með 6 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar í tapinu gegn Finnlandi í gær og gríðarlega kraftmikill leikstjórnandi. Tamir Blatt er sonur David Blatt sem þjálfaði Darussafaka í vetur. Þar á undan þjálfaði hann Cleveland Cavaliers fyrri part síðasta tímabils þar sem Lebron James lék meðal annars. David Blatt hefur unnið Euroleague einu sinni og landstitla fjölmörgu sinnum.
Þjálfari Ísrael heitir Oded Kattache sem var valinn í nýliðavali NBA deildarinnar árið 1997. Hann lék með Panathinikos og þjálfaði Maccabi Tel Aviv fyrir nokkrum árum.
Leikur Íslands og Ísrael hefst kl 20:00 í Laugardalshöll. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn þá er leikurinn í beinni útsendingu á Sporttv.is.