”Íslensku” liðin þrjú spiluðu í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni og það var Sigurður Þorsteinsson sem var eini íslendingurinn sem landaði sigri þetta kvöldið. Solna Vikings öttu kappi við Jamtland á heimavelli og sigruðu 93:87. Sigurður með fínan leik en hann skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og sendi 2 stoðsendingar á þeim 24 mínútum sem honum voru úthlutaðar.
Sundsvall Dragons töpuðu á útivelli gegn liði Örebro 103:91 þar sem að Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og tók 12 fráköst. Jakob Örn Sigurðarson bætti við 18 stigum og Ægir Þór Steinarsson sendi 4 stoðsendingar á félaga sína. Ragnar Nathanelson kom ekki við sögu í kvöld.
Loks voru það LF Basket með Hauk Helga Pálsson innanborðs sem töpuðu naumlega fyrir liði Nassjö á heimavelli. Haukur setti 10 stig og tók 7 fráköst ásamt því að senda 3 stoðsendingar.
Eftir umferð kvöldsins eru Sundsvall í 5. sæti með 34 stig, LF Basket fylgja fast á hæla þeirra með 32 stig í 6. sæti og þar á eftir kemur Solna í 7 sæti með 20 stig.
Í kvennaboltanum voru það Sigrún Ámundadóttir sem skoraði 8 stig og tók 6 fráköst fyrir Norrköping sem töpuðu naumlega fyrir toppliði Udominate, 6365. Norrköping eru í 5.sæti deildarinnar.