spot_img
HomeFréttirSolna mætir botnliðinu: Stórslagur hjá Sundsvall

Solna mætir botnliðinu: Stórslagur hjá Sundsvall

 
Íslendingaliðin Solna Vikings og Sundsvall Dragons verða í eldlínunni í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni. Logi Gunnarsson og Solna Vikings taka þá á móti botnliði deildarinnar, ecoÖrebro, í Solnahallen en Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson fá Södertalje Kings í heimsókn. 
Sundsvall er í 4. sæti deildarinnar með 8 stig og eiga stórt verkefni fyrir höndum því Södertalje er í 1.-2. sæti með 14 stig og hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu til þessa. Solna Vikings eru í 7. sæti deildarinnar með 6 stig.
Ljósmynd/ Hlynur og Jakob fá svakalegan leik í kvöld!
 
Fréttir
- Auglýsing -