Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings völtuðu yfir Helga Magnússon og 08 Stockholm HR. Lokatölur í Íslendingaslagnum 102-78 Solna í vil.
Logi skoraði 18 stig og tók 5 fráköst í liði Solna en Helgi var stigahæstur í liði 08 með 17 stig og 6 fráköst.
Eftir leikina í kvöld er Solna í 8. sæti deildarinnar með 24 stig en 08 í 7. sæti með jafnmörg stig en þess má geta að Boras hefur 30 stig á toppi deildarinnar í tíu liða deild og Jamtland í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar hefur 20 stig svo deildin er afar jöfn ef botnlið ecoÖrebro er tekið út úr myndinni sem enn hefur ekki náð í stig.