spot_img
HomeFréttirSögulegt mót hjá Bandaríkjunum: Fullt af metum

Sögulegt mót hjá Bandaríkjunum: Fullt af metum

Bandaríkjamenn unnu Spánverja í gær í stórkostlegum úrslitaleik 107-100 á Ólympíuleikunum í London. Sigur Bandaríkjanna var þeirra 14. Ólympíugull en frá árinu 1936 hafa Bandaríkjamenn ávallt unnið titilinn fyrir utan leikana árið 1972, 1980, 1988 og 2004. En árið 1980 þegar leikarnir voru haldnir í Moskvu sniðgengu Bandaríkin leikana í heild sinni.

Nú að loknum Ólympíuleikunum í London er ljóst að þessir keppnin er merkileg fyrir Bandaríkin af nokkrum ástæðum.

Antonio Davis, sem kom inní liðið á lokametrunum fyrir Blake Griffin sem meiddist, er yngsti leikmaður Bandaríkjanna til að vinna Ólympíugullið í körfubolta en hann er fæddur 11. mars 1993 og er því aðeins 19 ára gamall.

Lebron James varð þriðji leikmaðurinn frá upphafi til að vera NBA-meistari og Ólympíumeistari á sama árinu.

Kevin Durant var sjóðandi heitur alla leikana og skoraði 156 stig í heildina í átta leikjum og er það mesta sem nokkur leikmaður hefur skorað á einum leikum.

Kevin Durant var fyrsti leikmaður Bandaríkjanna til að skora yfir 30 stig í úrslitaleik.

Lebron James fór upp fyrir Michael Jordan á stigalista Bandaríkjanna og er Lebron í öðru sæti á eftir David Robinson.

Leikurinn magnaði gegn Nígeríu skapaði nokkur met og má helst nefna að Carmelo Anthony á stigametið í einum leik með 37 stig en hann setti stign sín á aðeins 14 mínúturm en hann nýtti 10 af 12 þriggja-stiga skotum sínum sem er einnig met.

Bandaríska liðið skoraði 156 stig sem er met og bættu þeir met Brasilíumanna um heil 18 stig en eldra metið var 138.

Kobe Bryant er hættur að leika með bandaríska liðinu en hann verður 34 ára í næstu viku og með tvö Ólympíugull um hálsinn.

Mynd: Kevin Durant, Carmelo Anthony, Lebron James og Kobe Bryant með sigurlaunin í gær.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -