spot_img
HomeFréttirSöguleg þrenna Lebron dugði skammt er Golden State komst í 2-0

Söguleg þrenna Lebron dugði skammt er Golden State komst í 2-0

Golden State Warriors náði 2-0 forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með sigri á Cleveland Cavaliers í nótt. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik gaf hið stjörnum prídda lið Golden State í undir lokin og unnu að lokum sannfærandi sigur. 

 

Fyrir leik

 

Golden State vann fyrsta leikinn og ýktustu yfirlýsingarglöðustu menn heims voru farnir að tala um að sópurinn væri á lofti. Steve Kerr var mættur aftur á hliðarlínuna fyrir heimamenn eftir að hafa verið frá vegna veikinda síðustu vikurnar. 

 

 

Respect _x1f44a_

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Gangur leiksins

 

Það var allt annar bragur á Cleveland liðinu frá síðasta leik er flautað var til leiks. Leikmenn virtust ákveðnari og einbeittari en í fyrsta leiknum. Það dugði þó skammt því Golden State liðið át upp átta stiga mun sem Cleveland hafði komið sér í á augabragði. Það er í raun ótrúlegt að munurinn hafi ekki verið meiri er liðin héldu til búningsklefa í hálfleik þar sem yfirburðir Golden State virtust vera miklir í öðrum leikhluta. Cleveland sótti hinsvegar mikið á Kevin Love undir körfunni sem gekk vel að salla stigum á töfluna. Staðan í hálfleik var 64-67 fyrir Golden State.

 

Ef einhver hélt að það þýddi að Cleveland ætti séns í seinni hálfleik hafði sá hinn sami rangt fyrir sér. Sóknarleikur Golden State var hreinlega magnaður og settu þeir í fimmta gír í seinni hálfleik. Steph Curry og Kevin Durant voru að vanda ótrúlegir en Warriors fengu einnig hjálp sóknarlega frá Klay Thompson í þessum leik sem endaði með 22 stig. 

 

Golden State héldu engin bönd og hefðu auðveldlega getað haldið áfram að valta yfir Cleveland í seinni hálfleik en snemma í fjórða leikhluta fóru leikmenn af bekknum að fá fleiri mínútur og stigasöfnun meistaranna í vestrinu minnkaði. Lokastaðan 112-132 fyrir Golden State og algjörlega ótrúlegt stigaskor í Oakland í dag. 

 

Þrennubrjálæðið

 

Í fyrsta skipti í fjöldamörg ár voru leikmenn í báðum liðunum með þrennu í lokaúrslitum NBA deildarinnar. Lebron James var með 29 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar í leiknum og bókstaflega bar liðið á herðum sér. Stephen Curry var einnig með ótrúlega þrennu með 32 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna Lebron James í lokaúrslitum NBA og jafnaði hann þar með met Magic Johnson yfir flestar þrennur í lokaúrslitum NBA. 

 

 

Kjarninn

 

Sitt sýnist hverjum nú er tveimur leikjum er lokið í þessu úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Í raun er hægt að skipta þessum kjarna í tvo undirkafla, fyrir þá sem eru yfirlýsingaglaðir og fyrir þá raunsæu:

 

Overreaction Monday:

 

Cleveland á ekki séns í þessu einvígi og Golden State er að fara að lyfta bikarnum í Cleveland eftir tvo leiki. Varnarleikur Cleveland hriplekur og alltof fáir leikmenn liðsins geta komið nálægt hinu ótrúlega liði Golden State manna. Kevin Durant er að spila eins og sá almáttugi og er jafnvel að takast að láta kónginn sjálfann líta illa út. Lebron James ber lið Cleveland á herðum sér en fær litla sem enga hjálp sem mun ekki skapa fjóra sigurleiki í þessu einvígi. Allar sóknaraðgerðir liðsins eru seigar og fyrirsjáanlegar, fyrir vikið þurfa þeir að hafa meira fyrir öllum sínum stigum. 

 

Golden State er nú þegar búið að bæta metið yfir flesta sigurleiki í röð í úrslitakeppni NBA með 14 sigra í röð. Liðið spilar einfaldlega frábæran körfubolta þar sem boltaflæði er aðalmarkmið liðsins og leikmenn spila fyrir hvorn annan. Cleveland verður heppið nær það í einn sigur í einvíginu en annars mun Golden State hampa titlinum nokkuð örugglega. 

 

Raunsæið

 

Þessi sömu lið mættust í úrslitaeinvíginu fyrir ári síðan eins og flestir vita. Golden State vann einnig fyrstu tvo leikina þá örugglega og var umræðan svipuð og í ár. Í ár hafa fyrstu tveir leikirnir unnist með 20 stigum að meðaltali hjá Golden State. Aftur á móti unnust fyrstu leikirnir tveir með 24 stigum að meðaltali fyrir ári síðan og því má segja að Golden State hafi verið með enn meiri yfirburði eftir tvo leiki í fyrra. Flestir muna síðan eftir því að Cleveland sneri því einvígi sér í hag og urðu NBA meistarar eftir eftirminnilegan oddaleik. 

 

Það skildi því enginn afskrifa Lebron og félaga. Liðið hélt sama kjarna og í fyrra og þrátt fyrir hækkandi aldur Lebron James þá er hann alltaf Lebron James sem virðist ekkert vera að hægjast ár. Næstu tveir leikir fara fram í Cleveland á miðvikudaginn og því nóg af tíma til að finna lausnir á leik liðsins rétt eins og gerðist í fyrra.  Draymond Green mun missa hausinn og Kyrie Irving mun stíga upp sóknarlega. Aftur á móti þá er einn Kevin Durant mættur í liðið frá því í fyrra sem gæti gert gæfumuninn í ár. 

 

 

 

Mynd / NBA.com

Fréttir
- Auglýsing -