spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSocial Chameleon #13 - Khalil Ahmad um árið á Íslandi, Drew sumardeildina...

Social Chameleon #13 – Khalil Ahmad um árið á Íslandi, Drew sumardeildina og hvernig það hafi verið spila við Ball bræður í yngri flokkum

Dominykas Milka ræðir við fyrrum leikmann Keflavíkur Khalil Ahmad um ferðalag hans frá Kaliforníu til atvinnumennsku á Íslandi og í Danmörku. Þá ræðir hann einnig hvernig það er að æfa með NBA leikmönnum á sumrin, en hann hefur síðustu ár leikið í Drew sumardeildinni þar sem margar af skærustu stjörnum boltans láta sjá sig.

Khalil kom upphaflega til Íslands árið 2019, en á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku með Keflavík skilaði hann 19 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Í dag spilar hann með einu af betri liðum Danmerkur Horsens IC.  

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.

Fréttir
- Auglýsing -