spot_img
HomeFréttirSnorri Örn verður yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar

Snorri Örn verður yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar

15:34
{mosimage}

(Snorri Örn og Gunnar formaður við undirskrift samnings)

Á uppskeruhátíð yngri flokka Stjörnunnar í gær var kynntur nýr yfirþjálfari deildarinnar. Það er Snorri Örn Arnaldsson og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið. Snorri er fæddur 1976 er einn af reyndari yngriflokkaþjálfurum landsins þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram á www.stjarnan.is

Snorri byrjaði að þjálfa hjá Fylki 1994 og þjálfaði síðan hjá Fjölni frá 1999-2005. Frá árinu 2005 og þar til nú hefur Snorri þjálfað hjá Breiðablik og er sem stendur formaður fræðslunefndar KKÍ og sat í stjórn KKÍ.  Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar væntir mikils af samstarfinu við Snorra og er þetta næsta skrefið í því að gera barna og unglingastarfið hjá Stjörnunni enn betra.

Þjálfaramálin hjá yngri flokkum Stjörnunnar fyrir næsta tímabil eru að skýrast þessa dagana. Fannar Helgason tekur við Drengaflokki af Ólafi J. Sigurðssyni. Hannes Ragnarsson verður með 10. flokk áfram. Kjartan Atli verður einnig áfram með 9. flokk og Justin Shouse með 7. og 8. flokk að öllu óbreyttu. Snorri Örn verður síðan með MB yngri og eldri.

www.stjarnan.is

Fréttir
- Auglýsing -