spot_img
HomeFréttirSnæfell tók Vesturlandið (Umfjöllun)

Snæfell tók Vesturlandið (Umfjöllun)

22:02

{mosimage}

Vesturlandsslagur var í kvöld og hann ekkert lítill eftir sigur Snæfellinga 85-77.  Þessi lið vonuðu að hittast í Höllinni eftir viku í bikarúrslitum en örlögin (þ.e.a.s. Fjölnir) höguðu öðru til og svo varð að Snæfellingar verða einir að heyja einvígi um titilinn fyrir Vesturlandið í bikarnum. En að deildinni, fyrri leikinn vann Skallagrímur, 81-80, í Borganesi og var um að ræða alveg týpískann og ekta grannaslag eins og þeir gerast bestir.

 

Snæfell vann sinn síðasta leik og eru strákarnir á góðu skriði núna á meðan Skallgrímur og Njarðvík töpuðu og færðust þeir nær þeim liðum og eiga þeir þá von um að teygja sig í rólegheitum í 4.sætið. Zekovic var utanvallar vegna meiðsla hjá Skallgrím en þeir hafa endurheimt Axel Kárason. Troðfullt í Fjárhúsinu og einnig voru mættir tveir öflugir dómarar sem sáu til að allt færi eftir settum reglum og þeir voru í kvöld Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson.  

Leikurinn byrjaði nokkuð skipulega hjá báðum liðum og hvorugt liðið að eyða um efni fram með látum þó leikurinn hafi byrjað af hraða og harðfylgi. Snæfellingar tóku af skarið og áttu öfluga svæðisvörn í byrjun og leiddu leikinn framan af í 1. hluta en Skallagrímsmenn komu til baka og komust yfir 18-20. Liðin skiptust á að leiða og var vel jafn leikurinn í lok 1. hluta sem Snæfell leiddu 28-24. 

{mosimage}

Leikurinn var áfram í járnum og allt sett til hliðar þegar þessi lið mætast og allt undir þegar Vesturlandið er undir. Hvorugt liðið var að gera einhverjar rósir í 2.hluta og voru mistök á báða bóga sóknarlega en menn aðallega að halda saman sterkum vörnum liðanna. Heimamenn voru aðeins kátari rétt fyrir hlé þótt lítið bæri í milli þessara liða sem spila fast um stigin tvö í boði. Snæfell leiddi í hálfleik með 46-40. Þar sem Subasic var að koma sterkur inn með 14 stig fyrir Snæfell og Allan Fall með 12 fyrir Skallagrím.  

Seinni hálfleikur byrjaði með látum og voru liðin frekar jöfn og Snæfellingar héldu forystu sinni. Liðin fóru dulítið í hraða pakkann og voru að missa boltan og rugla eilítið á kafla og voru þeir Pálmi, Flake og Miftari hjá Skallagrím komnir með 4 villur hver um miðjan 3. hluta sem var orðið ansi hættumikið svona undir lokaátökin í leiknum. Stigaskor dreifðist frekar á menn en að einn eða tveir tækju af skarið hjá liðunum og var staðan eftir 3. hluta 66-59 fyrir Snæfell og fólk að fara á taugum í sveitinni.  

{mosimage}

Slobodan Subasic var að halda Snæfelli vel á floti og setti sína fimmtu 3ja stiga snemma í 4. hluta og var drengurinn að spila vel ásamt Magna sem lét vel til sín taka í vörninni líka. Leikurinn var við það sama jafn og fastur þó Snæfell héldi sinni forystu og prúðmannlega leikið hjá báðum liðum. Darrel Flake hélt sínum mönnum við efnið þrátt fyrir 4 villur á baki sínu. Skallagrímsmenn áttu þó betri lokamínútur en í fyrri leikjum og voru að síga inn í leikinn með góðri vörn og hraðaupphlaupum og staðan 80-77 þegar 15 sek voru eftir og Snæfellingar létu pressa sig í léleg skot sem Skallagrímur græddi á. Allan Fall fékk á sig óíþróttamannslegavillu á þessu mómenti og setti Justin bæði niður 82-77 og eftir innkast fór svo Siggi á línuna eftir brot og setti bæði og náðu Snæfellingar að pressa og ná boltanum. Siggi fór aftur á línuna setti annað 85-77 og Snæfellingar tóku Vesturlandið þetta tímabilið. Ljóst er að Snæfellingar fara fullir sjálstrausts og hörku í bikarleikinn og í rosastuði þessa dagana. 

Hörkuleikur þar sem Snæfellingar létu ekki trufla sig komandi bikarúrslitaleik og höfðu menn á orði að ætla að mæta í Höllina allir sem einn frá Borganesi líka og helst af öllu Vesturlandinu að fá bikarinn í Hólminn og á Vesturlandið þó að menn hefðu viljað hafa þessi tvö lið á vellinum en ekki er á allt kosið. 

{mosimage}

Hjá Snæfelli var Subasic með 25 stig og var að spila góðann leik. Hlynur var með 15 stig og 12 fráköst. Justin setti 17 og 8 stoð Siggi 14. Magni kom gríðarsterkur í leikinn og var með 10 stig og 8 fráköst. Anders var sterkur i vörninni og tók 10 fráköst. 

Hjá Skallagrím var Darrel Flake með 22 stig og 12 fráköst. Allan Fall var með 19 stig  og 9 stoð.  

Gangur leiksins: 2-0, 4-2, 8-4, 13-8, 18-17, 18-20, 21-20, 23-23, 25-24, 28-24, 30-24, 32-29, 34-32, 36-34, 43-38, 46-40, 46-42, 55-49, 57-51, 61-51, 62-53, 66-59, 71-62, 74-64, 74-69, 78-71, 80-75, 85-77.  

Tölfræði leiksins 

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage} 

Texti og myndir: Símon B. Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -