Úrslitin í Reykjanes Cup Invitational mótinu fara fram í kvöld þar sem Njarðvík og Snæfell leika til úrslita um sigur á mótinu. Leikið verður um hvert sæti mótsins og hefjast leikar stundvíslega kl. 17:15 með viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar í baráttu um 5. sæti mótsins.
Þar strax á eftir kl. 19:00 mætast Keflavík og Grindavík í baráttu um 3. sætið og kl. 20:45 mætast Njarðvík og Snæfell í úrslitaleiknum.
Tveir leikir fóru fram í mótinu í gær þar sem Snæfell skellti Blikum 95-59 og Keflavík hafði betur gegn Stjörnunni 84-68.
Leikir kvöldsins á Reykjanes Cup Invitational:
17:15: Breiðablik-Stjarnan
19:00: Keflavík-Grindavík
20:45: Njarðvík-Snæfell