17:27
{mosimage}
Snæfell er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Stjörnunni í Iceland Express deild karla eftir 93-81 sigur í dag. Þá vann Grindavík ÍR örugglega 112-78. Leikir tvö í einvígjum liðanna verða á mánudag. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur Snæfellinga með 23 stig en Justin Shouse skoraði 22 fyrir Stjörnuna á sínum gamla heimavelli.
Í Grindavík var Páll Axel Vilbergsson í miklum ham og skoraði 28 stig auk þess að taka 10 fráköst en Sveinbjörn Claesson skoraði mest fyrir gestina eða 20 stig.